Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að koma auga á þá möguleika sem þeir hafa á námi, starfsþróun eða annarri færnieflingu. Þeir aðstoða við að finna leiðir, gera áætlanir og að greiða úr hindrunum sem geta verið í vegi. Ráðgjöfin miðast fyrst og fremst við fullorðna einstaklinga, 20 ára og eldri. Náms- og starfsráðgjafar starfa hjá viðurkenndum fræðsluaðilum. Þjónusta þeirra er markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu.

Hér er listi yfir viðurkennda fræðsluaðila innan framhaldsfræðslunnar.

Hjá náms- og starfsráðgjöfum er hægt að fá:

- upplýsingar um nám og störf
- aðstoð við könnun á áhugasviðum og hæfni
- upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
- aðstoð við að setja markmið og gera námsáætlun
- ráðgjöf um raunfærnimat
- ráðgjöf vegna hindrana í námi

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Fræðsluaðilar