Andri Steinn Birgisson
Hann var 22 ára og tveggja barna faðir þegar hann missti vinnuna. Hafði verið nokkur ár á vinnumarkaði, meðal annars komist á samning hjá fótboltaliði í Englandi. Andra Steini hafði ekki gengið vel í skóla og átti erfitt með lestur. En það var ekki fyrr en viku áður en samræmdu prófin áttu að hefjast sem hann fékk greiningu: lesblindur! Þrátt fyrir það langaði hann alltaf til þess að mennta sig en lét lesblinduna hindra sig. Fyrir hvatningu konu sinnar lét hann þó tilleiðast og skráði sig hjá Mími-símenntun í námsleiðina Aftur í nám vorið 2011.