Reynslusögur

Andri Steinn Birgisson

Hann var 22 ára og tveggja barna faðir þegar hann missti vinnuna. Hafði verið nokkur ár á vinnumarkaði, meðal annars komist á samning hjá fótboltaliði í Englandi. Andra Steini hafði ekki gengið vel í skóla og átti erfitt með lestur. En það var ekki fyrr en viku áður en samræmdu prófin áttu að hefjast sem hann fékk greiningu: lesblindur! Þrátt fyrir það langaði hann alltaf til þess að mennta sig en lét lesblinduna hindra sig. Fyrir hvatningu konu sinnar lét hann þó tilleiðast og skráði sig hjá Mími-símenntun í námsleiðina Aftur í nám  vorið 2011. 

Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir

Guðrún fékk einn ágústmorgun 2009 sent blað með auglýsingum frá Fræðslunetinu á Suðurlandi, þar á meðal var kynning á Grunnmenntaskólanum. „Mér leist strax mjög vel á og hugsaði með mér að þarna væri mitt tækifæri komið til að gera eitthvað í málunum.“  Hún ákvað að leita sér frekari upplýsinga og tók upp tólið og hringdi í miðstöðina.  Að símtalinu loknu var henni ljóst að hún var búin að skrá sig í nám í Grunnmenntaskólanum. „Fyrir mig sem var á þessum tíma var með lítið sjálfsálit, var feiminn og vildi láta sem minnst fyrir mér fara, var þetta stór og síður en svo auðveld ákvörðun. En einhverra hluta vegna tók ég þetta stóra skref og sé ekki eftir því. Því þetta nám hefur gerbreytt lífi mínu.“ 

Haraldur Jóhann Ingólfsson

Haraldur Jóhann Ingólfsson gekk í barna- og gagnfræðaskóla á  Sauðárkróki sem lauk með samræmdum prófum en fékk nánast núll á þeim prófum. Þegar hann var aðeins níu eða tíu ára gamall var hann hættur að halda í við samnemendur sína. Það varð til þess að Haraldur var sendur til augnlæknis á Akureyri sem staðfesti að það væri ekkert að sjón hans heldur ætti hann að etja við það sem kallaðist lesblinda.