Raunfærnimat

Þeir sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki eða hafa ekki lokið námi á framhaldsskólastigi eiga þess kost að fá metna alhliða reynslu sem aflað hefur verið með ýmsum hætti eins og starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölsyldulífi.
Tilgangurinn með raunfærnimati getur verið þrenns komar:

- Að gera fólki kleift að ljúka tilteknu námi á framhaldsskólastigi, matið miðast við hæfnikröfur viðkomandi námsskrár

- Að auka starfshæfni á vinnumarkaði, matið miðast við skilgreindar þarfir ákveðinna starfa

- Að vera viðkomandi hvatning til þess að hefja nám að núju og/eða styrkja stöðu sína á vinnumarkaði

Raunfærnimat er einkum ætlað fólki sem hefur verið á vinnumarkaði í a.m.k. þrjú ár og náð 23 ára aldri að lágmarki. Viðkomandi skal hafa aflað sér þekkingar, leikni og hæfni á tilteknu sviði sem nýst getur í námi til lokaprófs eða til skilgreindra starfa á vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um raunfærnimat og lista yfir greinar sem hægt er að gangast undir raunfærnimat má nálgast hér.

 

 

 

 

Fræðsluaðilar