Námsleiðir

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fræðsluaðilar hanna námsleiðir sem ætlað er að mæta bæði þörfum fullorðinna með stutta skólagöngu að baki og þörfum atvinnulífsins. Námsleiðirnar eru annars vegar starfstengdar og hinsvegar almennar bóklegar greinar til undirbúnings frekara námi. Dæmi um starfstengdar námsleiðir er nám fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, félagsþjónustu, matvælaiðnaði og verslunum.

Listi yfir starfstengdar námsleiðir

Listi yfir bóklegar námsleiðir

Námsleiðirnar eru fjölbreyttar og með það að meginmarkmiði að efla sjálfstraust námsmanna og styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Tilgangur námsleiðanna er fyrst og fremst sá að veita námsmönnum mikilvægan stuðning til náms, stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til náms, sem og að auðvelda fólki að takast á við ný viðfangsefni.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur metið námsleiðirnar til eininga á framhaldsskólastigi. Á þann hátt getur þátttaka í námsleiðum framhaldsfræðslunnar leitt til styttingar á nám í framhaldsskóla. Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land sjá um framkvæmd námsleiðanna með stuðningi frá Fræðslusjóði. Framkvæmdin er mismunandi og reynt er að mæta þörfum hópa á hverjum stað.  

Fræðsluaðilar